Torfhildur Hólm (1845-1918) hlýtur skáldastyrk frá Alþingi, fyrst íslenskra kvenna. Nafni styrksins var að vísu breytt í „ekknastyrk“ í kjölfar andmæla. Torfhildur var fyrsti atvinnurithöfundur Íslands og fyrsta konan til að senda frá sér skáldsögur. Hún var einnig fyrst kvenna hér á landi til að gefa út og ritstýra tímariti en það var Draupnir, sem kom fyrst út 1891.
Torfhildur lést í Reykjavík úr spænsku veikinni árið 1918.
„Ég var sú fyrsta sem náttúran dæmdi til þess að uppskera hina beisku ávexti gamalla rótgróinna hleypidóma gegn litterærum dömum.”