Lestrarfélagi barnanna, hann Sleipnir, bregður sér á skólabókasafnið í Seljaskóla og kynnist þeim töfrum sem bókasöfn búa yfir. Hann kemst í hann krappann þegar hann hittir draug en allt endar þetta vel, enda bara gaman að heimsækja bókasöfn. Þar geta krakkar fundið bækur um allt milli himins og jarðar - sko ef þær hafa verið skrifaðar. Ef bókina vantar er einfaldlega hægt að setjast niður á bókasafninu og skrifa hana!
Stiklan er ætluð kennurum og starfsfólki skólabókasafna til kennslu fyrir 1. bekk - og öllum öðrum sem geta nýtt sér hana og notið!
Myndbandið er hluti af verkefninu Sleipnir - lestrarfélagi barnanna sem unnið er af Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Framleiðandi er Kalt.