Ljóð Þórarins Eldjárns í upplestri Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur.
Sumargjöf Bókmenntaborgarinnar á sumardaginn fyrsta 2020, sem einnig var dagur bókarinnar, var ljóðið Sumardagur bókarinnar eftir Þórarinn Eldjárn og mynd sem Sigrún Eldjárn teiknaði við ljóðið. Hér er ljóðið í upplestri Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur leikkonu.
Ljóð og mynd voru ort og teiknuð fyrir Bókmenntaborgina í tilefni dagsins, 23. apríl 2020.